207 látnir og 450 særðir í hryðjuverkaárás á kirkjur og hótel í Sri Lanka

Skv. síðustu fréttum er tala látinna komin upp í 207 og að auki um 450 særðir efir sjálfsmorðssprengjuárásir á a.m.k. þrjár kirkjur og fjögur hótel í Sri Lanka Páskadagsmorgun. Í St. Sebastian kirkjunni í Katuwapitiya voru yfir 50 kristnir myrtir og í kirkju í Batticaloa yfir 25. A.m.k. fimm börn voru myrt í ódæðinu. Fólk af yfir 30 þjóðernum eru meðal hinna látnu en flestir sem voru myrtir voru íbúar Sri Lanka.
Lögreglan hefur handtekið átta einstaklinga grunaða um íhlutun í hryðjuverkaárásinni. Miðlar í Sri Lanka segja að þrír lögreglumenn hafi misst lífið í Dematagoda hverfinu í Colombo þar sem áttunda sprengingin varð. Varnarmálaráðherra Sri Lanka segir hryðjuverkið vera sjálfsmorðssprengjur að sögn AP. Sprengingarnar voru í Colombo og Negombo í suðvesturhluta Sri Lanka Páskadagsmorgun við guðsþjónustu í kirkjum. Ein sprenging varð í Batticaloa hinum megin á eyjunni. Yfirvöld segja að sex sprengjur hafi sprungið nær samtímis í kirkjunum og hótelunum. Sjöunda sprengjan sprakk fljótlega í kjölfarið á hóteli í Colombo og sú áttunda í Dematagoda hverfinu. Yfirvöld takmörkuðu notkun samfélagsmiðla eins og Facebook, Whatsapp og Viber og útgöngubann gildir. Allt flug hefur verið stöðvað þar til ákvörðun verður tekin um annað. Hryðjuverkið í dag er versta ódæði sem landið hefur orðið fyrir síðan í borgarastyrjöldinni fyrir 10 árum síðan.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila