Á ábyrgð samfélagsins að sporna við eftirspurn eftir vændi unglingsstúlkna

Marta Bergmann fyrrverandi félagsmálastjóri í Hafnarfirði.

Það þarf að kalla eftir aukinni ábyrgð samfélagsins að vera ekki að kaupa vændisþjónustu af unglingsstúlkum sem oftar en ekki eru í viðkvæmri og erfiðri stöðu. Þetta var meðal þess sem fram kom á máli Mörtu Bergmann fyrrverandi félagsmálastjóra í Hafnarfirði í þættinum Heilbrigði og velferð í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Marta bendir á að nágrannalöndin hafi átt erfitt með að taka á vændi sem selt sé með skipulegum hætti á netinu líkt og gert er hér á landi “ ég sá viðtal við dönsku lögregluna um þessi mál og það kom mér á óvart hversu mikill uppgjafartónn var í lögreglustjóranum sem talað var við, hversu erfitt þetta væri, þeir virtust einbeita sér að vændishringjum og þessum stærri aðilum en áttu erfiðara með einstaklinga„. Þáttinn má heyra í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila