Á annað hundrað ISIS liðar ganga lausir í Svíþjóð

Um 150 hryðjuverkamenn sem barist hafa með ISIS hafa komið til baka til Svíþjóðar og eru frjálsir ferða sinna þar. Sænska leynilögreglan hefur vitneskju um hvaða einstaklinga er að ræða en hefur enn gert yfirvöldum grein fyrir þeim.Félagsfræðingurinn Bettan Byvald sem vinnur í Angered í Gautaborg greindi frá því í viðtali við sænska sjónvarpið að hún hafi séð myndir af  sumum íbúum sveitarfélagsins með kalasjinikov hríðskotabyssur og ISIS fána, en eins og kunnugt er hafa ISIS samtökin hvatt hryðjuverkamenn að snúa til vesturlanda í þeim tilgangi að fremja hryðjuverk á Vesturlöndum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila