Aðgengismál fatlaðra innan borgarinnar í miklum ólestri

Björg Kristín Sigþórsdóttir oddviti Höfuðborgarlistans og Jón Gunnar Benjamínsson frambjóðandi í 10.sæti listans.

Fatlaðir sem þurfa að nota hjólastól hafa gleymst þegar kemur að aðgengismálum í borginniþ Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Bjargar Kristínar Sigþórsdóttur oddvita Höfuðborgarlistans og Jóns Gunnars Benjamínssonar frambjóðanda listans, en Arnþrúður Karlsdóttir ræddi við þau í dag. Jón sem er einn þeirra sem nota þarf hjólastól bendir á að til að bæta gráu ofan á svart eigi fyrirtæki sem vilja bæta aðgengi fyrir fatlaða í borginni erfitt með að bæta úr ” þegar þau óska eftir að fá að setja ramp fyrir hjólastóla fá þau neitun frá borginni, borgin segir bara nei“,segir Jón, Björg Kristín bendir á að sú afstaða borgaryfirvalda skjóti skökku við ” hér er fullt af reglur um aðgengi innan dyra en svo fá fyrirtækin ekki að setja upp ramp til þess að fólk í hjólastól komist inn, þetta er ótrúlegur kjánaskapur“,segir Björg. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila