Aðhald hefur skilað Kópavogsbæ miklum árangri

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi.

Aðhald í útgjaldaliðum Kópavogsbæjar hefur skilað bæjarfélaginu miklum árangri þegar kemur að rekstri bæjarins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra í Kópavogi í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar ásamt Geir Þorsteinssyni oddvita Miðflokksins í Kópavogi. Ármann segir að vegna þeirra aðgerða sem bæjaryfirvöld hafi staðið fyrir hafi verið hægt að ná niður fasteignagjöldum sem hafi jákvæð áhrif á íbúana, hins vegar sé ákveðinn óvissuþáttur sem verið hefur að hrjá Kópavog, “ það eru þessir bakreikningar frá lífeyrissjóðunum, þeir eru alveg óþolandi, það er eitthvað fólk út í bæ sem reiknar þetta út og svo fá sveitarfélög þetta í hausinn„,segir Ármann. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila