Aðskilnaður flóttabarna frá foreldrum tilkominn vegna laga sem Bill Clinton skrifaði undir

Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur og hótelstjóri.

Þær aðgerðir bandaríkjamanna að aðskilja flóttabörn frá foreldrum sínum eru til komnar vegna laga sem sett voru í tíð Bill Clinton þáverandi forseta Bandaríkjanna.
Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklíns Jónssonar, viðskiptafræðings og hótelstjóra, í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmæalandi Arnþrúðar Karlsdóttur.
Guðmundur bendir á að þetta fyrirkomulag hafi verið sett og verið framkvæmt alveg frá því Clinton var við völd ” þetta eru auðvitað lög sem Bill Clinton setti og framfylgdi, og síðar tók Obama við og framfylgdi þeim líka, svo þetta er í raun ekkert nýtt, það sem er hins vegar nýtt í þessu er að núna eru börnin og fjölskyldur þeirra keyrð að landamærunum í þúsundavís að undirlagi George Soros og vinstri manna og því er staðan þessi” , segir Guðmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila