Ætla að kanna hvaða áhrif fiskveiðilög hafi á búsetu

Matís ásamt tveimur norrænum samstarfsaðilum ætla að gera rannsóknir á áhrifum fiskveiðilöggjafar á búsetu fólks. Rannsóknin mun beinast að fiskveiðilögum á Íslandi, Færeyjum og Noregi og verður fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni. Vonir standa til þess að niðurstöður muni liggja fyrir á haustdögum 2018 og er markmiðið með rannsókninni er að auðvelda yfirvöldum og hagsmunaaðila í löndunum að átta sig á hvaða áhrif slík löggjöf hefur, ekki síst með tilliti til dreifðari byggðarlaga, og hvernig megi styrkja byggðirnar með betri sjávarútvegsstefnu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila