Ætla að leita að gulli og kopar í Öxnadal

Málmleitarfyrirtækið Iceland Resources hefur fengið samþykkta umsókn um að hefja leit að gulli og kopar í Öxnadal og Hörgárdal. Þá hefur fyrirtækið einnig fengið leyfi til þess að leita að góðmálmum víðar á Tröllaskaga. Leyfið tekur til svæðis sem er 1013 ferkílómetrar að stærð á Norðurlandi en önnur félög sem tengd eru félaginu hafa fengið úthlutað rannsóknarleyfum m,a á Grænlandi, Þormóðsdal sem er vel þekkt gullleitarsvæði auk fleiri svæða á Íslandi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila