Ætla að selja alla bankana

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2018 sem birt var í morgun kemur fram að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra muni fyrir hönd ríkisins hafa heimildir til þess að selja alla eignarhluti ríkisins í öllum þeim bönkum sem íslenska ríkið á hlut í. Þá segir einnig að ráðherra hafi einnig heimild til þess að selja eignahlut ríkisins í Landsbankanum, umfram 70 prósenta hlut ríkisins af heildarhlutafé bankans. Þá er margt annað athyglisvert að finna í heimildum ráðherra, meðal annars að gert sé ráð fyrir að ríkið kaupi sumarbústaði í þjóðgarðinum á Þingvöllum, auk þess sem gert er ráð fyrir heimild til þess að selja þær bújarðir sem eru í eigu ríkisins. Þá má nefna að ráðherra mun samkvæmt frumvarpinu hafa heimild til þess að selja húsnæði hinna ýmsu stofnana samfélagsins og kaupa eða leigja eftir atvikum annað húsnæði undir viðkomandi starfsem, meðal þeirra stofnana sem falla þar undir eru lögreglan og dómstólar landsins. Eins og fyrr segir var fjárlagafrumvarpið birt í morgun en það má skoða nánar með því að smella á hlekkina hér að neðan.

Fjárlagafrumvarpið 2018

Fylgirit með fjárlagafrumvarpinu 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila