Ætlar að kynna sér orkupakkamálið í kjölinn áður en hann tekur endanlega afstöðu

Helgi Hrafn Gunnarsson.

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segist ekki enn hafa mótað sér skoðun á því hvort hann sé fylgjandi þriðja orkupakkanum eða á móti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helga í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Helgi segir að enn séu spurningar uppi sem sé ósvarað varðandi málið og að hann vilji leita svara við þeim spurningum áður en hann taki afstöðu til málsins „ fólk er enn ósammála um hverjar staðreyndirnar eru í málinu þannig að ég get ekki svarað því hvernig afstaða mín verður að lokum en ég get sagt hvar ég stend nú, ég held að óttinn við þetta sé mjög ýktur og ekki í raun og veru í samræmi við þau atriði sem ég hef lesið um hingað til, og það á sérstaklega það sem sagt hefur verið um Acer og heldur ekki að þetta hendi miklu af framkvæmdavaldi yfir til Evrópu og alls ekki til Acer sjálfs heldur til ESA á grundvelli EES samningsins þannig að ég er frekar rólegur yfir þessu máli enn sem komið er„segir Helgi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila