Ættum að líta til nægjusemi eldri kynslóða

Sigursteinn Másson

Þær kynslóðir sem eru uppi í dag ættu að taka nægjusemi fyrri kynslóða sér til fyrirmyndar, og þannig auka líkurnar á efnahagslegu öryggi, enda sé öryggið undirstaða góðrar geðheilsu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigursteins Mássonar fyrrverandi formanns Geðhjálpar í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Þurfum að passa að fara ekki fram úr okkur í neysluhyggju

Sigursteinn bendir á að pressan á að maður þurfi að eignast allt það nýjasta leiði til streitu sem bitni beint á geðheilsu “ ég held að fólk fái almennt samviskubit yfir að vera að eyða í óþarfa og það er auðvitað streituvaldandi, það kæmi öllum til góða ef við værum sparsamari, nýtnari og pössuðum upp á að fara ekki fram úr okkur í neysluhyggjunni„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila