Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja versnar

Í nýrri áfangaskýrslu sem fyrirtækið Deloitte gerði að beiðni sjávarútvegsráðherra og formanns atvinnuveganefndar kemur fram að afkoma sjávarútvegsfyrirtækja hafi versnað talsvert undanfarin ár. Meðal þess sem haft var til hliðsjónar við gerð skýrslunnar var styrking krónunnar og áhrif sjómannaverkfalls. Í skýrslunni kemur fram að á árinu 2016 drógust tekjur í sjávarútvegi saman um 25 milljarða eða 9% og EBITDA lækkaði um 15 milljarða eða 22%. Þá kemur fram að afkoma botnfisksútgerða og vinnslu versnaði mest á milli ára. Á árunum 2016 og 2017 þróuðust ytri hagstærðir almennt með neikvæðum hætti fyrir sjávarútvegsfélög. Verðlag sjávarútvegsafurða lækkaði verulega í íslenskum krónum og launavísitalan hækkaði. Þá er gert ráð fyrir að staðan muni versna enn frekar það sem eftir lifir árs.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila