Aflaverðmæti flotans um fjórðungi minna

Aflaverðmæti íslenska flotans hefur dregist saman um fjórðung á aðeins einu ári. Þetta á við um nær allar þær tegundir afla sem veiddar eru hér við land en þó mismikið. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa. Fram kemur að mestur sé samdrátturinn í flatfiski eða um 34% sé miðað við tímabilið maí á síðasta ári til apríl á þessu ári, en verðmæti uppsjávarafla dróst saman um 29% á sama tímabili. Þá hefur verðmæti þorskafla dregist saman um rúmlega 25%.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila