Áframhaldandi óstöðugleiki verði ríkisstjórn Katrínar að veruleika

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins og Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Verði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að veruleika er það ávísun á áframhaldandi óstöðugleika á hinu pólitíska sviði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Magnússonar Þingmanns Sjálfstæðisflokksins og Dr. Ólafs Ísleifssonar þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en þeir voru gestir Péturs Gunnlaugssonar. Páll bendir á að óstöðugleiki í stjórnmálunum stefni í voða þeim árangri sem náðst hefur í efnahagsmálunum og ekki bæti úr skák þegar við bætist ríkisstjórn sem sé óstöðug “ við skulum bara athuga það að þetta verður bara áframhaldandi óstöðugleiki ef við sitjum nú uppi með þessa ríkisstjórn sem er að verða til, hún er að minnsta kosti ekki að skila til okkar stöðugleika sem ég tel algjörlega knýjandi að þurfi að koma hér á núna, það þarf miklu meiri festu og miklu meira öryggi í stjórnarfarið sjálft„,segir Páll.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila