Áhersla lögð á nýsköpun og vöruþróun í landbúnaði

Allt kapp er lagt á að efla nýsköpun og vöruþróun í landbúnaði, í þeim tilgangi að styðja við hinar dreifðari byggðir og auka verðmætasköpun. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra á Búnaðarþingi sem hófst í morgun í Bændahöllinni. Í ræðu sinni vék ráðherra máli sínu að dómi EFTA dómstólsins um innflutning á hráu kjöti til Íslands, en ráðherra sagði ljóst að í ljósi dómsins þyrfti að endurskoða lög um dýrasjúkdóma og varnir gagnvart þeim “frá því mál þetta hófst árið 2011 hefur íslenska ríkið talið sig vera í rétti og unnið að því að halda uppi vörnum, fyrst gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA og síðan fyrir EFTA-dómstólnum síðastliðið haust. Í ljósi þessa er undirbúningur mótvægisaðgerða á byrjunarstigi og ljóst að það mun taka tíma að koma þeim í framkvæmd. Því er augljóst í mínum huga að við getum ekki ráðist í þessar breytingar í dag eða á morgun – við þurfum einhvers konar aðlögun að þeim breytingum og er sú vinna farin af stað“,sagði Kristján.

Beitir sér fyrir endurskoðun á eftirliti í landbúnaði

Kristján kom víðar við í ræðu sinni og fjallaði meðal annars um það eftirlitskerfi sem landbúnaðurinn býr við í dag sem hann segir orðið of umfangsmikið og kostnaðarsamt ” Því mun ég beita mér fyrir því að við endurskoðum þetta eftirlitskerfi með það að markmiði að það sé einfalt og skilvirkt. Það er löngu tímabært að ráðast í þá vinnu – eða eins og maðurinn sagði: “Okkur er ekkert að landbúnaði.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila