Áhyggjuefni að erlendar stofnanir ætli sér að hafa áhrif á réttarkerfið

Haukur Hauksson fréttamaður.

Það er mikið áhyggjuefni að erlendar stofnanir ætli sér að hafa áhrif á réttarkerfið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar ásamt Guðmundi Franklín Jónssyni. Haukur vitnaði þar í þau ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem sagði að hún sem forstjóri lýðræðis og mannréttindaskrifstofu ÖSE ætlaði að hafa áhrif á réttarkerfið hér á landi. Haukur segir áhyggjuefni þegar horft er til tjáningarfrelsins “ þetta þýðir að hér er enn eitt apparatið komið yfir fjlmiðla, netið og frjáls skoðanaskipti, það á þá væntanlega að draga einhverja menn til ábyrgðar gagnvart einhverri umræðu og skoðunum sem menn hafa„,segir Haukur. Guðmundur Franklín sem eins og fyrr segir einnig viðmælandi í þættinum og segist hissa á þætti utanríkisráðherra á stöðuveitingunni “ þetta kemur mér mjög á óvart að Guðlaugur Þór sé að moka undir þennan gamla krata sem stóð að falli Geirs H. Haarde„,segir Guðmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila