Ákærðar fyrir að hafa reynt að stöðva flug vegna hælisleitanda

Tvær konur sem mótmæltu brottvisun hælisleitanda um borð í flugvél Icelandair vorið 2016 hafa verið ákærðar fyrir uppátækið. Héraðssaksóknari gaf út ákæruna á hendur konunum en samkvæmt ákærunni er þeim gefið að sök með athæfinu að hafa tálmað lögreglu við skyldustörf, ekki hlýtt fyrirmælum áhafnar og raskað flugöryggi. Um borð í flugvélinni var hælisleitandi sem vísað hafði verið úr landi og reyndu konurnar að stöðva brottvísunina með fyrrgreindum hætt en einnig hvöttu þær aðra farþega til þess að taka þátt í mótmælunum. Verði konurnar fundnar sekar geta þær átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila