Ákærður fyrir aðild að hryðjuverkaárásinni á Bataclan

Lögreglan í Belgíu hefur lagt fram ákæru á hendur karlmanni fyrir að hafa selt hópi hryðjuverkamanna sem frömdu skotárás á tónleikastaðinn Bataclan í París árið 2015 sjálvirka riffla sem notaðir voru í árásinni. Hryðjuverkamennirnir sem að árásinni stóðu voru allir felldir í áhlaupi lögreglu á Bataclan höllina en alls fórust 130 manns í hryðjuverkaárásinni. Maðurinn sem hefur nú verið ákærður var handtekinn fyrir jól og hefur verið í haldi síðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila