Akureyrarbær tekur á svifrykinu með allsherjar götuþvotti

Mengun vegna svifyks hefur verið mikið rædd að undanförnu og hafa Reykvíkingar kvartað mjög yfir aðgerðarleysi borgaryfirvalda vegna mengunarinnar. Akureyrarbær hefur hins vegar ákveðið að skera upp herör gegn svifrykinu og mun hefja allsherjar götuþvott í næstu viku. Settar hafa verið rúmlega átta milljónir í verkefnið en samkvæmt verkáætlun verða göturnar fyrst sópaðar vandlega, síðan verða þær spúlaðar með vatni og að lokum verða göturnar sópaðar á ný. Bæjaryfirvöld telja verkefnið afar brýnt enda sé það í stefnu bæjarins að taka á þeirri mengun sem hlýst af svifryki með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa bæjarins. Sem fyrr segir hefst verkefnið í næstu viku og er búist við að verkefnið muni standa yfir í að minnsta kosti nokkrar vikur.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila