Akureyringar blása til lýðræðishátíðar

Dagana 8-9.september næstkomandi verður blásið til lýræðishátíðar á Akureyri. Hátíðin ber yfirskriftina Fundur fólksins en hátt í 40 félagasamtök sem starfa á sviði lýðræðisumbóta og jafnréttis hafa boðað þátttöku sína á hátíðinni. Markmið hátíðarinnar er að efla lýðræðisvitun, auka þátttöku almennings í umræðu um lýðræðið og auka skilning milli ólíkra hópa samfélagsins. Þétt dagskrá verður báða dagana en auk hefðbundinna ræðuhalda á hátíðinni verður boðið upp á tónlistaratriði og fleiri skemmtilegar uppákomur og þá verður sérstök dagskrá fyrir yngri kynslóðina en hátíðin mun fara fram í menningarhúsinu Hofi.

Athugasemdir

athugasemdir