Aldís Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

Aldís Hafsteinsdóttir nýkjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði var í dag kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í tilkynningu segir að Aldís hafi hlotið 62,7% atkvæða en hún er fyrsta konan sem er kjörin í embættið.Tveir voru í framboði til formanns og hlaut mótframbjóðandi Aldísar, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, 49 atkvæði. Atkvæði greiddu 145. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 5. Aldís varð bæjarstjóri í Hveragerði árið 2006 og var hún jafnframt fyrsta konan til að gegna því embætti. Áður hafði hún leitt lista Sjálfstæðisflokksins í tvennum sveitarstjórnarkosningum eða frá árinu 1998.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila