Aleppo laus úr heljargreipum ISIS

aleppoBorgin Aleppo hefur verið frelsuð úr klóm ISIS manna. Þetta kom fram í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Haukur segir að staðfest hafi verið af varnarmálaráðuneyti Rússlands kl.17:00 að staðartíma að 98,5% borgarinnar hafi verið frelsuð og aðeins tímaspursmál hvenær stjórnarherinn ásamt rússum klári að ná yfirráðum á þeim litlu svæðum sem eftir eru. Haukur segir að mikil gleði ríki á götum Aleppo og fólk dansi og veifi fánum og fagna Assad forseta. Þá segir Haukur að fréttaflutningur margra stórra fjölmiðla af hörmungunum í Aleppo sé hrein lygi sett fram í áróðurstilgangi.

Athugasemdir

athugasemdir