Algengt að íslensk ungmenni ræði saman á ensku

Sigríður Sigurjónsdóttir íslenskufræðingur.

Áhrif stafrænnar tækni á íslenska tungu er farið að gæta og sjá má merki þess víða í samfélaginu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigríðar Sigurjónsdóttur íslenskufræðings í morgunútvarpinu í morgun en hún var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Hún segir að áhrifin megi til dæmis sjá í félagslegri hegðun ungmenna ” það eru fjöldi dæma um að ungmenni tali sín á milli á ensku þó svo allir í tilteknum hóp tali og skilji íslensku og hafi hana jafnvel að móðurmáli“,segir Sigríður. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila