Almenningssamgöngur og heilsa almennings arðbærustu fjárfestingarnar

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Arðbærast væri fyrir ríkið að fjárfesta í almenningssamgöngum og í verkefnum sem snúa að því að bæta heilsu almennings. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Óla Björns Kárasonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Óli Björn segir að fjárfestingu í samgöngumannvirkjum fylgi margvíslegur ávinningur „ekki síst þegar kemur að slysatíðni sem fer lækkandi með bættum samgöngum„. Þá segir Óli heilsutengda fjárfestingu vera tilvalinn kost “ til dæmis þegar kemur að forvörnum gegn sykursýki sem kostar þjóðfélagið ansi mikið„. Óli Björn bætir við að þá sé ekki úr vegi að fjárfesting í menntun sé einnig mjög álitlegur kostur “ og ekki síst þegar kemur að kennslunni og kennurunum„. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila