Almenningur þreyttur á pólitískri óöld

Páll Vilhjálmsson kennari og bloggari.

Stuðningur þjóðarinnar við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er til kominn vegna þreytu almennings gagnvart þeirri pólitísku óöld sem ríkt hefur í íslenskum stjórnmálum undanfarin ár. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Vilhjálmssonar kennara og bloggara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Páll bendir á að þó að reynt hafi verið að bregða fæti fyrir ríkisstjórnina hafi þær tilraunir haft lítil sem engin áhrif á viðhorf almennings til hennar “ sem sýnir að almenningur var orðinn þreyttur á þeirri pólitísku óöld sem hefur verið ríkjandi og er farin að átta sig á því að ef við sitjum hér uppi með lamað stjórnkerfi þá mun það smita út frá sér inn á önnur svið þjóðlífsins og það verður bara miklu þyngra og erfiðara að vera íslendingur“,segir Páll.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila