Alþingismenn þurfa að óska eftir uppreist æru hjá þjóðinni

Sú reiði sem hefur blossað upp í samfélaginu að undanförnu er til komin vegna ítrekaðra svika þingmanna við almenning í landinu og því er komið að Alþingi að þurfa að óska eftir uppreist æru hjá þjóðinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í samtali Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í gær en þar ræddu Arnþrúður og Pétur meðal annars um þau mál sem þjóðinni hefur verið lofað að koma í gegn og ekki hefur verið staðið við. Arnþrúður benti sem dæmi á nýju stjórnarskrána sem þjóðinni var lofað ” það er búið að svíkja fólk um stjórnarskrána, stjórnarskrá fólksins, ekki kerfisins” sagði Arnþrúður. Pétur benti á að reiðina megi einnig rekja til þeirra pólitísku hrossakaupa sem viðgengist hafa í gegnum áraraðir, og nú séu slík hrossakaup að eiga sér stað enn á ný “ fólk er að gera sér grein fyrir að það sé óbærilegt að líða slík hrossakaup, Katrín Jakobsdóttir vill koma í gegn Marokkósamningnum um flóttamenn og sjálfstæðisflokkurinn fær þá að koma í gegn orkupakka þrjú í staðinn“,segir Pétur. Hlusta má á samtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila