Alþjóðleg glæpasamtök að baki helmingi allra innbrota í Svíþjóð

Sænska lögreglan hefur sent frá sér afbrotaspá þar sem gert er ráð fyrir því að innbrotum á sænsk heimili komi til með að fjölga umtalsvert á næstu misserum. Þá kemur einnig fram að helmingur allra innbrota í landinu séu framin af meðlimum alþjóðlegra glæpasamtaka. Fram kemur að rannsóknardeild lögreglunnar í Svíþjóð sem sinnir rannsóknum á alþjóðlegri glæpastarfsemi telji að umfang slíkra glæpasamtaka sé mun stærra en áður var talið, auk þess sem samtökin nýti sér veika stöðu lögreglunnar til hins ítrasta og starfsemi þeirra sé þaulskipulögð. Einnig segir að ástandið sé orðið svo slæmt hvað rannsókn slíkra mála að margir sem verði fyrir innbrotum tilkynni þau ekki til lögreglu þar sem þeir telji ekki líklegt að takist að hafa uppi á þeim seku.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila