Alþýðufylkingin býður fram í fjórum kjördæmum

Þorvaldur Þorvaldsson formaðu Alþýðufylkingarinnar.

Alþýðufylkingin ætlar að bjóða fram til þings í fjórum kjördæmum í þingkosningunum sem fram fara í lok þessa mánaðar. Í tilkynningu frá Alþýðufylkingunni segir að erfitt sé fyrir flokk eins og Alþýðufylkinguna sem ekki hefur launaða starfsmenn að koma saman framboðslistum með stuttum fyrirvara. Engu að síður ætlar flokkurinn að bjóða fram í Reykjavík norður, Reykjavík suður, Suðvestur og Norðaustur. Þá segir í tilkynningunni að framboðslistar flokksins verði kynntir á næstu dögum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila