Amazon kaupir Wholefoods verslunarkeðjuna

Stórfyrirtækið Amazon hefur keypt Wholefoods verslunarkeðjuna en keðjan er sú stærsta í heimi sem sérhæfir sig í sölu á lífrænum afurðum. Kaupverðið er 1370 milljarðar íslenskra króna en fyrirtækið er með 27% markaðshlutdeild á hágæðamatvælamarkaði í Bandaríkjunum. Til marks um stærð keðjunnar má nefna að starfsmenn fyrirtækisins eru 87.000 talsins. Fyrir skömmu ákváðu forsvarsmenn verslunarrisans að fara í sérstaka markaðsherferð þar sem áherslan verður lögð á íslenskar vörur en herferðin hefst í haust í samstarfi við íslenska matvælaframleiðendur.

Athugasemdir

athugasemdir