Andlát: Alvar Óskarsson

Mynd/Geirix

Mynd/Geirix

Alvar Óskarsson sem er hlustendum Útvarps Sögu að góðu kunnur er látinn. Alvar var fæddur þann 14.maí árið 1933 en Alvar tók mjög virkan þátt símatímum stöðvarinnar allt frá árinu 2002. Alvar hafði brennandi áhuga á þjóðfélagsmálum en eins og hlustendur þekkja lá Alvar aldrei á skoðunum sínum um hin ýmsu mál og lagði hann sitt óspart til málanna í þau fjölmörgu skipti sem hann hringdi inn. Alvar lauk ávalt innleggjum sínum í símatímunum á því að hvetja íslensku þjóðina til þess að velja íslenskt Þá má geta þess að Alvar var valinn hlustandi ársins í lok árs 2014 og tók á móti viðurkenningargrip í beinni útsendingu á síðasta útsendingardegi ársins. Stjórnendur og starfsmenn Útvarps Sögu þakka Alvari samfylgdina í gegnum árin og votta aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur.

Guð blessi og varðveiti minningu Alvars Óskarssonar
alvarverdlaunin

Alvar var valinn hlustandi ársins 2014 og var þessi mynd tekin við það tækifæri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila