Andstaða dýraverndunarsinna ein aðal ástæða fækkunar í loðdýrarækt

Ásgeir Pétursson loðdýrabóndi.

Andstaða dýraverndunarsinna er ein aðal orsök þess að fækkun loðdýrabúa sé jafn mikil og raun ber vitni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ásgeirs Péturssonar loðdýrabónda í þætti Guðmundar Franklín í dag. Andstaða dýraverndunarsinna hefur til dæmis haft mikil áhrif á pólitúkusa sem gefa eftir og setja lög og reglur sem eru að ganga af greininni dauðri, bæði hér heima og erlendir. Sem dæmi má nefna að hér á árum áður var minkastofninn hérlendis um 70.000 dýr en nú telur hann einungis um 17:000 dýr og því ljóst að gríðleg fækkun hefur orðið, auk þess sem ekkert refabú sé starfrækt á landinu. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila