Angela Merkel skerpir tóninn gegn Trump og segir að Þjóðverjar muni „standa upp og berjast“ fyrir alþjóða skipulagi

Angela Merkel kanslri Þýskalands.

Í nýársræðu sinni beindi Angela Merkel kanslari Þýskalands orðum sínum gegn Hvíta Húsinu og sagði Þjóðverja reiðubúna að „standa upp og berjast“ fyrir alþjóða skipulagi samtímis sem Þjóðverjar undibúa öflugra viðnám gegn þróun þjóðernisstefnu. Telur hún mikilvægt að Evrópusambandið taki upp harðari og meira afgerandi afstöðu gegn þjóðernisstefnu. Kanslari Þýzkalands sagði að tvær heimsstyrjaldir sýndu að ríki gætu einungis náð markmiðum sínum með samningum við aðra. Varaði hún við þeim sem ekki fylgja sömu stefnu og beindi orðum sínum að Bandaríkjunum:

það fylgja ekki allir lengur þessarri sannfæringu. Trygging alþjóða samninga er núna undir þrýstingi. Við slíkar aðstæður verðum við að standa fastari fótum á sannfæringum okkar. Við þurfum að ræða þær og berjast fyrir þeim. Við þurfum einnig að taka meiri ábyrgð á okkar eigin hagsmunum.
Þjóðverjar taka sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna frá 1. jan. 2019 og sagði Merkel Þjóðverja geta haft áhrif á heimsmálin á þeim vettvangi. Nefndi hún aukin fjárframlög Þjóðverja til hermála og þróunarmála erlendis sem dæmi um slíkt.
Í nýársræðunni sem gæti verið hennar síðasta hvatti hún til samstöðu og „því gegnsæi, umburðarlyndi og virðingu sem gerði þjóð okkar sterka.“
Angela Merkel tilkynnti í október að hún hætti sem formaður flokks Kristilegra demókrata og myndi láta af störfum sem kanslari Þýzkalands fyrir 2021.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila