Áramótaspá Guðrúnar Kristínar Ívarsdóttur fyrir árið 2019

Guðrún Kristín Ívarsdóttir spákona og miðill.

Guðrún Kristín Ívarsdóttir spákona og miðill var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu í gær þar sem hún fór yfir þau helstu atriði sem hún sér fyrir sér að gerast muni á nýja árinu, en meðal þess sem fram kom var að kosið yrði til Alþingis í maí eftir að ríkisstjórnarsamstarfinu verður slitið. Lesa má úrdrátt úr þættinum hér að neðan en rétt er að vekja athygli á að neðst í greininni er hægt að hlusta á þáttinn í spilaranum.

Borgarmálin

Guðrún Kristín segir Jón Gnarr koma með bombu á árinu þegar hann áttar sig á að hafa verið svikinn af Degi B. Eggertssyni og að Jón verði mjög reiður þegar ákveðnir pappírar komi fram í dagsljósið. Hún segir þetta tengjast braggamálinu sem mun að endingu verða rannsakað sem sakamál og eignum Reykjavíkurborgar, þá útilokar hún ekki að málið tengist einnig skolphreinsistöðvarklúðrinu fræga, málið verði stórt og mikið hneyksli. Að endingu mun það fara svo að menn verði dregnir til ábyrgðar vegna braggamálsins og að Degi verði vikið úr embætti borgarstjóra, stokkað verður upp í borgarstjórn,kona tekur við borgarstjórastólnum.

Landsmálin

Það verða kosningar til Alþingis 11.maí eftir að Vinstri grænir slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna sölunnar á Landsbankanum, erlendir aðilar munu kaupa bankann og breyta nafni hans, en Guðrún segir að Ólafur Ólafsson muni tengjast málinu einnig, auk Landsbankans verður Arionbanki seldur, og vekur bankasalan mikla reiði meðal almennings. Eftir kosningar mun Samfylkingin taka við stjórnartaumunum undir forgöngu Loga Einarssonar ásamt Pírötum og nýjum flokkum á þingi, ný ríkisstjórn mun leggja áherslu á þá sem minnst hafa í samfélaginu. Logi Einarsson mun varpa sprengju inn í stjórnmálin á árinu, hún segir Loga vera heiðarlegan og að Samfylkingin muni bæta talsvert við fylgi sitt. Katrín Jakobsdóttir hættir í pólitík og skolhærður karlmaður um fertugt sem þegar sé innan flokksins verður næsti formaður Vinstri grænna.
Guðrún að Klaustursmálið sé einungis byrjunin á því sem koma skal, því á næstu vikum munu koma upp fleiri hneykslismál sem tengist þingmönnum. Klaustursmálið verður rannsakað af siðanefnd og í ljós kemur að þrjú upptökutæki hafi verið notuð við upptökuna á Klausturbarnum. Þá kemur í ljós að Bára Halldórsdóttir hafi verið fengin til þess að framkvæma upptökuna, og segir Guðrún mann sem tengist tímariti hafa átt frumkvæði að upptökunum, málið hafi ekki komið upp á yfirborðið af tilviljun og fleiri mál sem tengist málinu muni koma upp.
Tilgangur upptökunnar mun koma í ljós og þá kemur fram að ætlunin var að ganga frá ákveðnum mönnum í pólitík. Miðflokkurinn mun ekki ná sér á strik nema málið upplýsist. Gunnar Bragi og Bergþór Ólason munu ekki fara aftur á þing en Sigmundur situr áfram.
Hneykslismál sem varðar Bjarna Benediktsson kemur upp en það tengist niðurfellingu skulda hjá fyrirtæki í eigu fjölskyldu Bjarna, fylgi Sjálfstæðisflokksins mun dala í kjölfar málsins. Þá mun Lilja Alfreðsdóttir lenda í kastljósi fjölmiðla vegna hneykslismáls sem varðar hana og karlpersónu inn á Alþingi. Lilja fer út af þingi og sest í stól seðlabankastjóra. Árið verður erfitt fyrir Helga Hjörvar eftir að hneykslismál kemur upp á yfirborðið. Ágúst Ólafur kemur aftur inn á þing en undir merkjum nýs stjórnmálaflokks.
Flokkur fólksins mun þurrkast út af þingi og ný öfl koma inn í næstu kosningum og sér Guðrún þrjá nýja flokka koma inn, þar af einn sem sé skipaður eldri borgurum. Óttar Proppé kemur aftur inn í pólitíkina í nýjum flokki. Guðrún segir þingið í miklum vanda og Katrín Jakobsdóttir er í hlutverki strengjabrúðu og fær ekki að njóta sín og gera það sem henni langar að gera fyrir fólkið, hún muni hætta í pólitík.
Framsóknarflokkurinn mun tapa fylgi og Sigurður Ingi Jóhannsson láta af formannsembættinu og helga sig dýralækningum á ný, flokkurinn mun ekki ná sér á strik á árinu þrátt fyrir formannsskipti en hinn nýji formaður verður yngri kona.
Viðreisn kemst ekki í ríkisstjórn á árinu en ná mönnum þó inn á þing.
Píratar munu halda sjó á árinu, með talsvert af nýju fólki innanborðs og segir Guðrún að þeir hefi stefnuna skýra, og eins og fyrr segir muni þeir taka sæti í ríkisstjórn.

Heilbrigðismál

Á árinu kemur upp mál sem tengist lyfjagjöfum á öldrunarheimilum, möuglega dauðsfall sem leiðir til þess að innra eftirlit og eftirlit með lyfjagjöf á öldrunarheimilum verði hert verulega. Þá verður uppstokkun í heilbrigðiskerfinu á árinu, opnuð verður sérstök deild fyrir unga fíkla úti á landi sem mun bæta úr brýnni þörf.

Verkalýðsmálin

Verkföll verða að veruleika og segir Guðrún að hún fái upp töluna fimm sem hún segir að tákni fimm vikur. Mikil mótmæli verða á Austurvelli í kjölfarið og lög verða sett á verkföllin, helsta niðurstaðan úr samningaviðræðum verði hækkun á persónuafslætti, verðbólgan fer vaxandi.

Efnahagsmálin

Vextir munu hækka og úrbætur verða í húsnæðismálunum en leitað verður í smiðju gamalla tíma til þess að koma málunum í betra horf, ungu fólki verður gert auðveldara með að kaupa sína fyrstu eign. Breytingar og jafnvel sameiningar verða hjá lífeyrissjóðum og segir Guðrún að þær breytingar sem verða muni reynast jákvæðar.

Glæpir

Fjármálaglæpir munu koma upp á yfirborðið á árinu og tengjast mafíur frá Rússlandi og eystrasaltslöndum þeim málum þá verður eiturlyfjainnflutningur erlendra glæpahópa frá sömu landsvæðum áberandi á árinu en efnin eru falin í gámum, sem skáðir eru bilaðir og því eiga glæpamenn auðvelt um vik, en ákveðnir háttsettir innlendir aðilar, forstjórar og fjármálamenn munu vera þeir sem fjármagna innflutninginn. Aukinn innflutningur á fólki mun hafa aukningu glæpa af öllum toga í för með sér segir Guðrún, en hún segist sjá fyrir sér að erlend glæpagengi tengist glæpunum. Þá mun tölvuglæpum, tengdum gagnaverum fjölga til muna, en mál kemur upp innan lögreglunnar sem tengist slíkum glæpum. Lögreglan á erfitt með að bregðast við aukinni glæpatíðni enda fáliðuð. Í enda árs mun lögreglan fara að bera vopn líkt og tíðkast erlendis.

Þjóðkirkjan

Mikill fjöldi íslendinga mun segja sig úr þjóðkirkjunni á árinu eftir að upp kemst um eignabrask innan þjóðkirkjunnar. Erlendur aðili kaupir jörð kirkjunnar á norðurlandi og vekur málið mikla reiði. Mál kemur upp á árinu sem tengist þöggun innan þjóðkirkjunnar og árið verður kirkjunni mjög erfitt.

Metoo umræðan

Fleiri mál koma upp innan stórfyrirtækja á árinu þar sem menn eru sakaðir um kynferðislega áreitni og segir Guðrún að hún sjái fyrir sér að þau tengist á einhvern hátt mannauðsstjórn.Reglur gagnvart fyrirtækjum verða hertar í tengslum við slík mál.

Fjölmiðlar

Nýr útvarpsstjóri tekur við hjá RÚV eftir innanhússágreining en Guðrún segir bjart framundan hjá öðrum fjölmiðlum landsins.

Ferðaþjónusta

Hér munu hasla sér völl fleiri erlend flugfélög. Breytingar verða á WOW air og WOW air vörumerkið mun heyra sögunni til á árinu. Asíubúar verða hér meira áberandi sem ferðamenn.

Jákvæðir atburðir á árinu

Góðar fréttir berast úr sjávarútvegnum þar sem Guðrún segir góða hluti vera í farvatninu. Þá séu ýmsir jákvæðir hlutir að gerast í umhverfismálunum, almenningur verður meðvitaðri um þau mál og mikil nýsköpun á sér stað. Íslenskur tónlistarmenn gera það gott á árinu og Guðrún segist sjá nýtt upphaf hjá Baltasar Kormáki. Þá á Elisa Reid eftir að láta ljós sitt skína á árinu og verða mun meira áberandi í þjóðlífinu en hún hefur verið hingað til, en Guðni mun halda sig til hlés og gefa út ritverk og ekki víst að hann muni sitja annað kjörtímabil.

Utanríkismál

Evran mun hrynja á árinu og í kjölfarið verða átök í Þýskalandi og Frakklandi vegna samninga sem verið sé að gera innan þessara landa sem almenningur muni ekki sætta sig við, mótmæli gulu vestana munu halda áfram og að Macron hrökklast frá völdum. Guðrún segir þungt yfir í Evrópu, almenningur hafi fengið nóg af flóttamannastramnum og hryðjuverk munu færast í aukanna, og nefnir Guðrún Spán og Ítalíu í því sambandi, skotmörkin verði ferðamannastaðir. Stríðsátök verða í Þýskalandi eða suðurhluta Evrópu. Þá segir Guðrún að leiðtogafundur verði í Reykjavík í þeim tilgangi að vinna að friði.
Donald Trump mun sitja áfram sem fastast í embætti og segir hún Trump og Pútín verða góða vini. Viðskiptabanninu fræga sem sett var á rússa verður aflétt á árinu, það mun hafa jákvæð áhrif á evrópuþjóðir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila