Árið 2017 áhugavert á sviði stjórnmálanna

Gunnlaugur Snær Ólafsson alþjóða stjórnmálafræðingur.

Árið 2017 var áhugavert ár á sviði stjórnmála, bæði hér innanlands sem og erlendis. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnlaugs Snæs Ólafssonar alþjóða stjórnmálafræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Gunnlaugur bendir á að þegar horft er til stjórnmálanna á árinu 2017 sé af nægu að taka ” það voru náttúrulega mjög áhugaverðar kosningar á árinu, ekki síst hér á landi, stjórnarslitin og það upphlaup allt saman, og tala nú ekki um hvernig stjórnarslitnunum var teflt fram í erlendum fjölmiðlum, þar sem ekkert tillit var tekið til þess að flokkurinn sem sleit samstarfinu hlaut ekki nema rúmt eitt prósent atkvæða, það fannst mér mjög eftirtektarvert“,segir Gunnlaugur. Gunnlaugur ræddi einnig um hvernig stjórnmálaárið 2018 muni koma til með að líta út og bendir á að framundan séu meðal annars spennandi sveitarstjórnarkosningar. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila