Arionbanki yfitekur eignir United Silicon

Arionbanki og skiptastjóri þrotabús United Silicon hafa náð samkomulagi um að Arionbanki gangi að veðum sínum í United Silicon og taki yfir allar eignir fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arionbanka. Í tilkynningunni segir að fyrirhugað sé að stofna nýtt félag um starfsemi verksmiðjunnar, vinna að nauðsynlegum úrbótum á verksmiðjunni og selja verksmiðjuna. Þá segir í tilkynningunni að verksmiðjan verði seld eins fljótt og auðið er.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila