Ásakanir á hendur Kavanaugh af pólitískum toga

Brett Kavanaugh dómaraefni.

Ásakanir á hendur Brett Kavanaugh dómaraefni Donald Trump forseta Bandaríkjanna bera merki þess að vera af pólitískum toga. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings og hótelstjóra í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur bendir á að konan sem heitir Christine Blasey Ford, háskólaprófessor frá Kaliforníu og ásakað hefur Kavanaugh um nauðgun sem átti að hafa átt sér stað á níunda áratug síðustu aldar, muni ekkert um atvikið nema það að gerandinn eigi að hafa verið Kavanaugh og að atvikið hafi átt að hafa átt sér stað í partýi þar sem vín var haft um hönd. Kavanaugh segir hins vegar að hann hafi aldrei í slíkan gleðskap komið. Þingnefnd mun á mánudag ræða við Christine og Kavanaugh og segir Kavanaugh hann vera feginn að geta fengið að svara þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar.

Njósnurum plantað í framboð Donald Trump

Guðmundur fjallaði einnig um rússarannsóknina svokölluðu, þar sem rannsakað er hvort rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Guðmundur segir að nú sé sú staða uppi hvort CIA hafi plantað sínum mönnum inn í raðir þeirra sem unnu fyrir framboð Donald Trump í þeim tilgangi að flækja forsetann inn í rússarannsóknina, en meðal þeirra manna sem grunur leikur á að hafa verið í hlutverki njósnara fyrir CIA er Paul Manafort. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila