Ástralir búa sig undir mikinn fellibyl

Áströlsk yfirvöld hafa fyrirskipað að íbúar á norðausturströnd Ástralíu yfirgefi svæðið vegna yfirvofandi fellibyls. Þá hefur ferðaþjónustuaðilum á svæðinu einnig verið gert viðvart og þeim skipað að forða ferðamönnum undan bylnum. Fellibylurinn sem nefnist Debbie er þessa stundin rétt úti fyrir Queensland og hefur eflst mjög á síðustu klukkustundum og er búist við að hann verði fjórða stigs fellibylur þegar hann nær landi. Bylurinn er sá mesti sem gengið hefur á land síðan 2011 og reyna íbúar allt hvað þeir geta til að forða húsum og öðrum eigum sínum frá tjóni en þar sem háflóð verður þegar hann gengur á land óttast íbúar hið versta. Yfirvöld og björgunaraðilar eru einnig í viðbragðsstöðu en ljóst er að mjög mun reyna á viðbragðsaðila.

Athugasemdir

athugasemdir