Átak gegn heimilisofbeldi vekur heimsathygli

Samstarfsverkefni lögreglunnar og sveitarfélaganna, þar sem ráðist var í átak gegn heimilisofbeldi, hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Í nýrri skýrslu Efnahags og framfarastofnunfar Evrópu er fjallað sérstaklega um samstarfið en í skýrslunni er fjallað um nýsköpunarverkefni sem þykja hafa skarað fram úr. Efnahags- og framfarastofnunin valdi íslenska samstarfsverkefnið jafnframt sem fyrirmynd af því hvernig hægt er að breyta rótgrónu kerfi til hins betra. Fram kemur í tilkynningu að slíkt sé hvorki auðvelt né sjálfsagt og því eru þeir sem að samstarfsverkefninu komu afar ánægðir með árangurinn fram til þessa.
Í skýrslunni er greint frá því hvernig lögreglan og sveitarfélögin tóku upp nýtt verklag í þessum málaflokki og sendu þau skilaboð að heimilisofbeldi er ekki liðið. Lögreglan á Suðurnesjum reið á vaðið og síðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, en bæði embættin hafa lagt mikla áherslu á málaflokkinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila