Atvinnuleysi mest hjá ungu fólki í Evrópu

Atvinnuástand í sumum löndum Evrópusambandsins er afleitt meðal ungs fólks en mest er þó atvinnuleysi meðal yngra fólks í sumum Héruðum Spánar. Til að mynda er atvinnuleysi meðal ungs fólks í héraðinu Ciudad Autónoma de Melilla rétt um 69,1% og 57,9% í Andalúsíu. Þá er staðan einnig slæm í að minnsta kosti þremur héruðum Grikklands en þar mælist atvinnuleysi ungs fólk frá 52%-60%. Þá er atvinnuleysi einnig töluvert meðal þessa hóps á ákveðnum héruðum Ítalíu og í Frakklandi. Mikinn mismun má sjá hvað atvinnuleysi varðar hjá þessum hópi séu þessar tölur bornar saman við þau héruð þar sem mest atvinnuleysi ríkir í þeim löndum, þar sem atvinnuástand almennt er best eða á bilinu 4,3 – 6,6%. Aðrir hópar koma betur út þegar að atvinnuástandi kemur þó að víða sé ástandið ekki ásættanlegt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila