Aukin glæpatíðni í Malmö hefur alvarleg áhrif á störf iðnaðarmanna

loggasveden7Aukin glæpatíðni í Svíþjóð er farin að hafa slæm áhrif á atvinnulífið í borgum og bæjum landsins en skotárásir eru þar orðnar daglegt brauð. Dæmi eru um að rafvirkjar neiti að vinna í borginni Malmö vegna ástandsins og að smiðir fá lánuð skotheld vesti hjá lögreglunni til þess að geta stundað vinnu. Þá var einnig ungur maður skotinn í Vallentuna í norðausturhluta Stokkhólms. Maðurinn lifði skothríðina af en fjarlægja þurfti fjölda byssukúlna úr höndum hans og fótum. Eins og kunnugt er ástandið á sumum stöðum í borginni afar slæmt og hefur lögreglan átt í erfiðleikum með að ráða við ástand sem hefur skapast.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila