Aukin hætta á hryðjuverkum í Finnlandi

Finnska öryggislögreglan telur að hættan á hryðjuverkum í Finnlandi hafi aukist að undanförnu. Mat öryggislögreglunnar er byggt á því að vitað sé að margir einstaklingar hafi farið frá Finnlandi í þeim tilgangi að berjast með hryðjuverkasamtökunum ISIS og að einhverjir þeirra hafi gengt háum stöðum innan samtakanna. Antti Pelttari yfirmaður öryggislögreglunnar segir að Finnland sé nú til dags nefnt sem ríki sem berjist gegn hugmyndafræði samtakanna og að samtökin dreifi nú áróðri rituðum á finnsku. Því hafi verið ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu úr lágu yfir í hækkað viðbúnaðarstig.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila