Aukinn ferðamannastraumur hefur haft jákvæð áhrif á gæði landbúnaðaframleiðslu

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur og Gunnlaugur Ingvarsson leigubílstjóri.

Mikilvægi landbúnaðarframleiðslu á Íslandi þegar kemur að matvælaöryggi er ótvírætt. Þetta er mat Haraldar Ólafssonar veðurfræðings og Gunnlaugs Ingvarssonar leigubílstjóra en þeir voru gestir Edithar Alvarsdóttur í síðdegisútvarpinu í gær. Gunnlaugur bendir á að ferðaþjónustan hafi haft jákvæð áhrif á gæði framleiðslu búvara og ýtt undir heimaframleiðslu og með þeim hætti ýtt undir matvælaöryggi “ það er verið að rækta hér mjög mikið lífrænt og bændur legga sig alla fram við og þessi aukni ferðamannastraumur er að gera bændumn og þeirra fólk kleift að markaðssetja sínar vörur beint til neytandans og ég þekki það nú vel í mínu starfi að útlendingar sækja mjög í það að fá vörur unnar beint frá býli„. Haraldur segir íslendinga blessunarlega koma vel út hvað sýklalyfjaónæmar bakteríur í matvælum varðar „ gæði skipta miklu máli og það náttúrulega mikil blessun að hafa ekki slíkar bakteríur„.

Athugasemdir

athugasemdir