Bæjarstjórn Ísafjarðar segir áfengisfrumvarpið vera aðför að forvarnarstefnu sveitarfélaga

Frá Ísafirði.

Á fundi bæjarstjórnar á Ísafirði í vikunni var samþykkt ályktun þar sem bæjarstjórnin lýsir yfir eindreginni andstöðu við áfengisfrumvarpið og segir frumvarpið vera aðför að þeim forvörnum gegn áfengis og vímuefnaneyslu sem sveitarfélög víða um land hafa unnið að á undanförnum tuttugu árum, þá er frumvarpið sagt vera taktlaust “ Hugmyndir sem þessar, sem ganga gegn lýðheilsusjónarmiðum og fara þvert gegn ráðgjöf þeirra sérfræðinga sem hafa það hlutverk að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í umræðu og ákvarðanatöku, eru ekki bara í andstöðu við almenna skynsemi heldur getur framkvæmd þeirra verið beinlínis hættuleg. Frumvarpið er taktlaust og er með því lagt til að fara þvert gegn stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum og vinna gegn markvissu forvarnastarfi sveitarfélaga undanfarinna ára, auk þess sem það stangast á við aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna„.segir í ályktuninni.

Athugasemdir

athugasemdir