Bæjaryfirvöld á Ísafirði ósátt við Hafró

Sú afstaða Hafrannsóknarstofnunar að ekki ætti að byggja upp laxeldi Ísafjarðardjúpi fellur í grýttan jarðveg hjá bæjaryfirvöldum á Ísafirði sem funduðu í gær með sjávarútvegsráðherra vegna álits Hafró. Bæjaryfirvöld óttast að stjórnvöld leggi of mikið upp úr áliti Hafró um áhrif fiskeldis á svæðinu verði það byggt upp þar og telja ekki nægt tillit tekið til heildarhagsmuna þegar til lengri tíma er litið. Benda bæjaryfirvöld á að hagsmunir samfélagsins á Vestfjörðum annars vegar og hagsmunir veiðiréttarhafa í þremur laxveiðiám hins vegar togist á, og að rétt væri að hafa hagsmuni íbúa svæðisins ofar öðrum hagsmunum sem séu hagsmunir færri aðila. Bæjaryfirvöld vonast til þess að ráðherra taki tillit til sjónarmiða íbúa en telja þó ekki tilefni til sérstakrar bjartsýni í þeim efnum.

Athugasemdir

athugasemdir