Bænastund í Hrísey vegna banaslyssins á Árskógssandi

Hríseyjarkirkja

Bænastund verður haldin í Hríseyjarkirkju í kvöld kl.18:00 þar sem fjölskyldu sem fórst í hörmulegu slysi á Árskógssandi á föstudag verður minnst. Eins og kunnugt er varð slysið með þeim hætti að bifreið fjölskyldunnar hafnaði í höfninni á Árskógssandi með þeim afleiðingum að fjölskyldan fórst. Fjölskyldan sem bjó í Hrísey var á heimleið þegar slysið varð, en lögreglan fer með rannsókn málsins og hefur meðal annars rætt við nokkra einstaklinga sem urðu vitni að slysinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila