Banaslys á Kjalarnesi

Banaslys varð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi í dag þegar vöruflutningabifreið og fólksbifreið rákust saman. Karlmaður á fertugsaldri fórst í slysinu en ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa samband í síma 444-1000. Einnig er hægt að hafa samband með tölvupósti á netfangið birna.g@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila