Bandaríkin segja sig úr UNESCO

Bandaríkin hafa sagt skilið við menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Ástæður úrsagnarinnar eru sagðar vera þær að árið 2011 hafi aðildarríkin veitt Palestínu fulla aðild að UNESCO þrátt fyrir að Ísraelsk stjórnvöld hafi verið því mótfallin. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir að í stað fulltrúa innan UNESCO verði komið á fót sérstakri eftirlitssveit innan stofnunarinnar og verður henni ætlað það hlutverk að veita ákveðið aðhald, og segir talsmaðurinn að ákvörðunin sé tekin að vel ígrunduðu máli. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif ákvörðun bandaríkjastjórnar mun hafa á stofnunina.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila