Bandarísk verslunarkeðja ætlar að kynna íslenskar vörur með kynningarherferð í haust

Bandaríska verslunarkeðjan Whole Foods Market ætlar í haust að kynna íslenskar vörur með kynningarherferð á haustmánuðum. Kynningin getur haft mikla þýðingu fyrir útflutning á íslenskum vistvænum landbúnaðarafurðum enda er keðjan sem sérhæfir sig í sölu á slíkum afurðum ein sú stærsta í Bandaríkjunum. Á dögum komu fulltrúar á vegum verslunarkeðjunnar til landsins í þeim tilgangi að undirbúa herferðina og mynda tengslanet við framleiðendur vistvænna afurða. Verslunarkeðjan hefur um árabil selt íslenskt lambakjöt í talsverðu magni en einnig aðra vöru frá Íslandi eins og til dæmis bleikju. Áætlað er að kynningarherferðin standi yfir í heilan mánuð.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila