Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki rétta mynd af Donald Trump

Guðmundur Kjartansson hagfræðingur.

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki rétta mynd af Donald Trump forseta Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Kjartanssonar hagfræðings í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Guðmundur bendir á að sem dæmi sé lítið fjallað um það mikla hagvaxtarskeið sem einkennir bandarísk viðskipti nú um stundir “ það verður að einhverju leyti rakið til hvatningarorða forsetans sem hefur verið alveg óhræddur við að ferðast um landið og hvetja fólk til að standa sig, mæta í vinnu, stofna fyrirtæki og horfa á heilbrigt viðskiptalíf innanlands á undan öllu öðru, hann hefur lagt mjög hart að stjórnendum stærstu fyrirtækjanna að fara í fjárfestingar, og arðbær fjárfesting er til lengri tíma litið er einn af undirstöðuþáttum heilbrigðs efnahagslífs og þar með talið í framhaldinu skatttekna ríkissjóðs„,segir Guðmundur.

Athugasemdir

athugasemdir