Bandarískum embættismönnum illa við bætt samskipti Bandaríkjanna og Rússlands

Haukur Hauksson fréttamaður.

Bandarískir embættismenn vilja ekki að Donald Trump forseti Bandaríkjanna og Vladimir Putin hittist og hafa því reynt að koma í veg fyrir það með ýmsum leiðum og því hefur Pútín brugðið á það ráð að bjóða Trump til Rússlands. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Haukur benti á að þjóðarleiðtogarnir tveir geri sér fulla grein fyrir að miklir hagsmunir séu fólgnir í bættum samskiptum ríkjanna enda séu bæði ríkin að berjast gegn hryðjuverkamönnum og séu betur sett sameinuð í þeirri baráttu, en að vissir embættismenn hafi hinsvegar aðra hagsmuni af því að halda stríðum og hryðjuverkum gangandi. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila